Jæja, hef ekki notað photoshop í marga mánuði en ég allavega var að horfa á myndina Redemption sem fjallar um þennann mann. Hann stofnaði eitt stærsta gengi bandaríkjana/heimsins? ásamt félaga sínum árið 1971 að mig minnir, fór svo í fangelsi 1981 fyrir 4 morð (held ég) en þar fór hann á dauðadeild. Hann breyttist til hins betra þarna hans seinni ár. Hann skrifaði bækur fyrir börn þar sem hann kenndi þeim að forðast klíkulífið og sagði þeim frá því hversu slæmt þetta væri. Hann var svo dæmdur til dauða við mikil mótmæli í desember 2005. Það var aðeins einn maður sem hefði getað komið í veg fyrir dauða hans, það var sjálfur tortímandinn, Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu. Annars mæli ég eindregið með myndinni!
En myndin sjálf… hún er kannski ekkert stórfengleg en það er jú hugurinn sem gildir er það ekki, ooog svo er ég svona að reyna að koma mér aftur í mitt gamla form í þessu :)
“It's only after you lost everything, That you are free to do anything.”