Prófaði að stroka út boltann á þessari mynd http://www.hugi.is/ljosmyndun/images.php?page=view&contentId=4297878 En upprunalega myndir er eftir HypnoToad. Held að hún hafi heppnast nokkuð miðað við fyrsta skiptið. Notaði lasso tool meira en þetta healing brush tool og patch tool… Fannst brush toolið ekki virka nógu vel.
Hah! Vel gert. Skoðaði myndina þína heillengi og reyna að fatta hvar boltinn hafi verið upprunalega (leita að villum etc.). En þegar ég skoðaði upprunalegu myndina brá mér yfir því hversu vel þetta heppnaðist hjá þér. Vel gert!
Ég vissi ekki hvort að þetta væri skuggi eftir boltann eða hvort þetta væri útaf myndavélinni þannig að ég sleppti því að taka hann. Viðurinn á að vera svona miðað við fyrstu myndina. Þú sérð þetta efsta á fyrstu myndinni, en ég notaði það til að gera allt hitt.
Grindverkið er ekki ljósara þar sem boltinn var, þú sérð grinverkið uppi og það er jafn ljóst og hinn hlutinn, svo er skuggi vinstra megin í endanum sem að er útaf einhverju öðru. Markmiðið var að láta myndina líta út eins og það væri enginn bolti á henni og engin ummerki um að hann hafi verið þarna. Þessi skuggi þarf ekki að stafa af boltanum.
aðeins eitt sem stingur mig í augun, og það er línan á vellinum sem er þarna rétt fyrir framan markið og á að liggja þvert yfir alla myndina, en er ekki þar sem boltin var fyrir…
Það sem ég segi er mín skoðun. Þó skaltu ekki dæma mig of hart, og alls ekki bögga mig, ég nenni ekki svoleiðis. Fyrirfram þakkir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..