Ég ætla að taka það framm að ég veit ekkert um svona hluti en ég ætla samt að koma með pínu komment, því að við postum nú myndunum til að fá gagrýni og hrós.
Mjög flott mynd hjá þér, fyrst þegar að ég sá hana fannst mér hún GEÐVEIK. En síðan kíkti ég aðeins á þetta. Þetta er pínu svona ‘rough around the edges’ t.d. sem þessi græni sófi ekki alveg að fitta þarna inní, hann er eins og úr annari mynd. en samt sem áður vel gerður, það vantar bara perfection :Þ
Svo eru svalirnar og það sem er úti ekki jafn flott að það sem er inni. Það er eins og þú hafir gefist upp á miðri leið :/ En já vona að þú kunnir að taka smá gagnrýni og ég endurtek að mér finnst þessi mynd rosalega flott, eins og annað sem ég hef séð eftir þig :)