Eftir að hafa skoðað grafík svæðið ágætlega fannst mér svæðið ekki ná nógu vel til mín þar sem í flestum greinum og korkum er einungis skrifað um grafíska hönnun.
Þetta er allt gott og blessað og hönnuðir eiga hér mjög öflugt “community” þar sem þeir skiptast á skoðunum og verkum en þar sem ég hef helst áhuga á þrívíddar grafík og hreyfimyndum er ég forvitinn að vita hvort nógu margir séu með svipaðann áhuga til að eiga okkar eigin svæði eða eigum við frekar að lifa í sátt með hönnuðum.
Ég viðurkenni að oft eiga þessi áhugamál samleið en oftar eigum við frekar samleið með kvikmyndagerð frekar en hönnun.

Kveðja
ÓliSpóli