Skólinn The Animation Workshop hérna í DK (Viborg) er animation og CG art skóli. Ég sjálf er í CG deildinni, en þar er kennt concept art, Maya, Mudbox og ýmis önnur forrit (aðallega Maya), en lítið af animation. Animation deildin er aðallega animation og held ég ekkert kennt að byggja módel í Maya eða að sculpta í Mudbox.
Ég mæli með því að kynna þér þetta á www.animwork.dk
Þetta er frábær skóli og ég er að klára mitt fyrsta ár hérna. Þetta er samt nám á háskólastigi og þú þarft að vera búinn með stúdentspróf og hafa gott portfolio til að komast inn. Þú finnur allar upplýsingarnar á heimasíðunni.