Útskrifaðist sjálf 2007 áður en sameining skólanna varð og þetta hét enn iðnskólinn. Þeir voru þá alltaf að þróa áfram námsskránna og námeið fyrir næsta bekk var öðruvísi en það sem´eg upplifði. Kerfið eins og ég prufaði það var hálfgert bekkjarkerfi. Maður er með sama fólkinu í öllum áföngum en svo fengum við að velja eftir fyrsta ár hvort við vildum fara meira út í flash og vefsíðugerð eða 3d og animation. Þeir gáfu okkur nasaþef af flestu í margmiðlun og fékk ég að prufa allt frá stuttmyndagerð, flash animation, after effects, vefsíðugerð, auglýsingahönnun, og fengum jafnvel að teikna á borði perspective æfingu.
Núna í dag er að vinna við auglýsingagerð því ég fílaði það alveg langbest.
Ég leit á þetta sem undirbúningsnám fyrir frekari nám, að hjálpa manni að finna hvað í margmiðlun maður vill sérhæfa sig í. Í dag langar mig mest að fara í grafískahönnun meðan ég veit um aðra bekkjarfélaga mína sem vinna núna hjá CCP í 3d deildinni að hanna geimskipin, um annan sem er að vinna hjá kvikmyndafyrirtæki og aðra sem eru að sjá um að gera 3d módel af húsum eftir teikningum. Margir möguleikar, en best væri náttúrulega að senda kennurunum póst og þeir geta sagt þér allt sem þú þarft að vita um núverandi námsefnið :)