Tjahh, hmm. Teikna útlínur.
Ef þú vilt gera það analog leiðina myndi ég mæla með því að fá þér trace-pappír ( mjög líkur smjörpappa ), eða ljósaborð. Góðann tússpenna og fallega tónlist. Síðan bara setjast niður og taka þetta í gegn með pennanum. Þá færðu góðar útlínur.
Þá getur þú síðan skannað það inn í tölvu og farið svo í Illustrator eða annað vector forrit, fyrst þú átt að skila þessu vector, getur reddað þér á photoshop, en mæli ekki með þvi. Bara svona geðheilsunnar vegna.
Getur líka sleppt þessu með ljósaborðið og tússpennan og farið beint í illustrator með þetta og teiknað ofan í þær bara beint í forritinu.
Virkar allveg jafnvel, bara hin leiðin er skemmtileg upp á framhaldið af hinni teikningunni…
síðan þegar þú ert komin í illustrator og farinn að vinna, þá er það allt annar pakki. Sem ég skal fara út í ef þig vantar það í framtíðinni.
Mundu bara
Google er vinur þinn.