Svo er mál mðe vexti að vinkona mín er að endurhanna barinn sinn og hefur ákveðnar hugmyndir hvernig útlitið á að vera. Nema hvað að henni vantar hönnuð til að hanna það sem þarf en hún veit ekki alveg hvert hún getur leitað. Persónulega hef ég ekki tíma fyrir þetta svo ég ákvað að gefa henni upp heimasíður og nöfn hjá fólki sem hún gæti nálgast og athugað hvort áhugi væri fyrir verkefninu.

Fyrir utan að fara beint á auglýsingastofu….hvar er hægt að finna fólk til að gangast að þessu verkefni?


Mín pæling var fyrst og fremst að finna heimasíður, samfélög á netinu þar sem grafískir hönnuðir safnast saman og setja þar fram þetta verk og svo framvegis. En hverjar eru þessar íslensku síður?

Hönnuður mundi væntanlega gera tilboð í verkið og þau myndu komast að samkomulagi, hönnuður og viðskiptavinur.


Þakka fyrir alla hjálp sem þið getið veitt :)
cilitra.com