Ég brenndi mig um daginn að ljósmyndir sem ég tók, litu ekki eins út í Photoshop, Paintshop Pro, IrfanView eða Explorer. Eftir smá klór í hausnum þá fattaði ég að ég þurfti að stilla gamma á skjánum hjá mér, og ekki bara gráskalan heldur mismunandi RGB gamma. Nú líta allar myndir eins út í öllum forritum, þe. “Rétt” út. Ég vil bara benda ykkur á að hafa skjákortið ykkar rétt stillt, flest nýrri skjákort eiga að bjóða upp á að hægt sé að stilla svona lagað.
Hérna fylgir svo smá þumalputtareglumynd, innri litirnir eiga að líta eins út og þeir ytri.
Gleðilega hátíð…
J.