Daginn/Kvöldið.

Undafarið er ég búinn að vera að fikta í HDR vinslu í Photoshop og hef fengið mjög mismunandi niðurstöður, tek einmitt eftir því að myndir í náttúru verða mjög oft góðar eða þ.a.s. að lytir eru skýrir og góðir (segir sig kannski sjálft) en þegar að það kemur að mynda tökum innandyra þá er þetta annað mál, allavega hjá mér.

SLR vélar hafa verið að koma rosalega vel út hjá mér annars er þetta vel hægt með compact vélum en nálgunin er önnur.

Ég er að tala um óunnar myndir í forritinu en með myndir sem búið er að vinna með þá er allt hægt.



Hver er reynsla ikkar með þessa vinslu og hvað eru þið að nota til að gera ykkar yfirsýn á myndirnar, þ.a.s. litablandanir, effectar, fjöldi mynda í þjöppun og margt fleirra.


Hjá mér er ég að nota lítið af effectum, aðarlega litastillingar og meðal magn mynda er um 6-14 myndir sem ég læt hana þjappa.

Þakka fyrir mig -