Ég held að málið sé að það á eftir að setja einhvern standard fyrir hljómsveitir (kúnnana?)…það verður annaðhvort að koma frá útgáfunni eða frá hönnuðum…
Samt vita hljómsveitir með vott af metnaði alveg jafn vel og við hver staðan er í þessum málum.
Hljómsveitir velja sér t.d. pródúser sem þau treysta og er búinn að gera góða hluti, og myndu því gjarnan gera það sama þegar kemur að hönnun umslagsins. Er þar er einmitt úrvalið arfaslappt. Böndin eru náttúrulega ekki góðu vön og treysta því sjálfum sér best…og enda með að gera koverið sjálf, eða finna einhvern til að “layouta” það fyrir þau. Og þar liggur einmitt helsta vandamálið.
Frágangurinn verður nefnilega viðurstyggð - leturmeðferð viðbjóður, helst dropshadow á öllu…basically eins og Oscar sagði…allt unnið í Photoshop….aftur og aftur og aftur og aftur…
Halli.