Sko hmm…
Hérna til að reyna að útskýra þetta eitthvað meira þar sem umræðan hingað til virðist hafa snúist meira um íslenska málfræði en í raun að gefa þér eitthvað svar við spurningunni þá ætla ég að gera heiðarlega tilraun.
Pixlar eru í raun það sem myndin er byggð upp á, það er að segja þeir eru byggingar einingar myndarinnar.
Svona einsog LEGO kubbar, sem þú raðar saman til að búa til myndir. Nema þessir lego kubbar eru allir ferhyrndir, þannig þú þarf fullt fullt af pixlum til að gera myndum góð skil, svona um 36 milljónir einsog nýja Hasselblad vélin skilar af sér er allveg ágætt. En það er ekki takmarkað við það heldur er líka til annað hugtak (já, pixlar eru í raun bara hugtak, skilgreining á þessari einungu ljósdíls).
Það hugtak kallast PPI eða DPI (Pixels/ Dots Per Inch) eða á góðu íslenskunni, Dílar á tommu. Þar sem venjulegt tölvuskjal og heimasíður og svona eru um 72 DPI sem er einfaldlega til að vera það sama og points (sem þið kannist við úr leturgerð) þá eru 72 punktar janft einni tommu. Til að losna algerlega við pixla í mynd þar um það bil 300 dpi, það er talið vera hágæða prent. Það er allveg ásættanlegt að prenta í 180dpi, ef það er bara redding. En ég mæli ekki með að fara með það undir 180 ef fólk á að sjá myndina fallega. Til að fara aftur að lego kubba líkingunni minni, þá skulum við ýminda okkur að venjulegu lego kubbarnir, séu tölvuskjás pixill. Síðan förum við í lego kassan okkar og náum í tækni-lego kubb og doublo-lego kubb. Við sjáum það strax að við getum komið miklu miklu fleirri tækni-lego kubbum fyrir á fermetranum en af dublo kubbum.
Fleirri pixlar á tommu eru þannig bara minni pixlar.
Þannig getum við með því að fjölga pixlum á fer tommu fengið meiri upplausn í myndina sem við ætlum að prenta, en það ber að hafa það í huga að um leið og þú fjölgar pixlum á tommu (DPI) þá minnkarðu myndina þína sem því nemur. Þannig að ef þú ert með 1 megapixla mynd (1000 x 1000 pixlar) og ætlar að prenta hana út í 300 dpi upplausn, þá verður myndin ekki stærri en 8.47 cm, en hinsvegar ef þú prentar hana í 72 dpi þá verður hún 35.28 cm. Sem er dáldið mikill munur.
Þannig það er ómögulegt að segja til um stærð myndar og pixils á sentimeter nema vita DPI.
Vonandi hefur þetta hjálpað eitthvað aðeins við að reyna að skilja undur pixlanna.