Jæja, ég er að búa til mynd, sem hreyfist. Er kominn með 340x110 bakgrunn sem ég ætla að nota (forum sig). Hins vegar langar mér til að setja gif mynd inní hana líka. Hreyfimyndin er töluvert minni heldur en bakgrunnurinn, en ég get stækkað og minkað hana að einhverju leyti en hef þó enga pixlastærðir fyrir mér í því. Að stækka hana jafnmikið og bakgrunnurinn er ekki hægt.

Ég hef eitthvað verið að fikta við þetta í ImageReady, en held að ég sé engan veginn að nota réttu aðferðina. Að líma hvern einasta frame inná myndina gengur ekki því stundum vilja þeir einhvern veginn ekki birtast á nákvæmlega sama stað (munar svona 1px) og það er bara heavy ljótt. Svo er það líka hundleiðinlegt :p

Veit einhver hvernig í ósköpunum ég gæti reddað mér í þessu, eða veit einhver um tutorial eða bara whatever!
indoubitably