Grafísk hönnun er að einhverju leiti kennd á Upplýsinga- og fjölmiðlabrautum. Ég var í FÁ á sínum tíma á þeirri braut, en var ekki ánægður með kennsluna. Það eru ekki “fagmenn” að kenna þar að mínu mati.
Annars mæli ég persónulega með listnámsbraut sem undirbúningsnám fyrir frekara nám í grafískri hönnun. Þar færðu grunn kennslu í öllu þessu basic: Litafræði, formfræði, fagurfræði og listasögu. Listnámsbrautin í FB er t.d. góð.
Þegar þú klárar það getur þú t.d. sótt um í LHÍ og útskrifast þaðan með BA gráðu í Grafískri hönnun.
Í sambandi við síður tengdar kennslu, þá veit ég ekki um neina spes síðu tengda kennslu, en ég segi að þú eigir bara að skoða síður hjá öðrum hönnuðum og reyna fyrir þér sjálfur í Illustrator eða Photoshop.
Nokkrar síður tengdar hönnun:
fréttasíður:
http://www.designiskinky.net/index_main.htmlhttp://www.k10k.net/http://www.lounge72.com/root/Nokkrir færir hönnuðir og stofur:
http://www.asterikstudio.com/http://www.demo-design.com/http://iso50.com/iso50.htmlSvo er stórt tenglasafn hérna á áhugamálinu sem þú getur rennt í gegnum.
Gangi þér annars bara vel.