Eins og ég skil þig þá ertu að reyna að láta einhvern hlut fá áferð einhvers bitmaps sem þú ert með. Ef svo er þá er það gert svona:
1. Vertu með hlutinn valinn og farðu í Material Editorinn
2. Veldu þér nýtt material(eitthvað sem þú ert ekki að nota)
3. Opnaðu “Maps” flipann sem er næst neðst í material glugganum
3. Hakaðu við diffuse color og smelltu á “None” takkann sem er við hliðiná(færð upp Material/Map Browser)
4. Tvísmelltu á bitmap(Efsti valmöguleikinn).
5. Browsaðu eftir bitmapinu þínu í glugganum sem opnaðist og smelltu á “Open”. Lokaðu “Material/Map Browser”
6. Smelltu á “Show Map in viewport” inní Material Editorinum til þess að geta séð texturið in realtime í viewportinu þínu.
7. Smelltu á “Assign material to selection” hnappinn.
8. Lokaðu material editorinum
Þá ertu kominn með bitmap á hlutinn þinn. Ef þú vilt stjórna staðsetningunni eitthvað þá notar maður ákveðinn modifier sem heitir “UVW Map”.
1. Með hlutinn valinn smelltu á “Modify” flipann hægra meginn í interfacinu í maxinum.
2. Þar undir smellirðu á “UVW Map” hnappinn (Ef þú ert í max 4 þarftu að finna þetta í dropdowninum fyrir alla modiferina).
Það á að koma einhver asnalegur appelsínugulur flötur á viewportið þitt. Þetta er UVW mappið
3. Stillingarnar sem koma fyrir neðan eru ekki auðveldlega útskýrðar hérna en eins og allt í maxinum (og flest öllum forritum) þá þarftu að fikta til að læra.
Mistök kenna meira heldur en tutorialar
Gangið þér vel, ef þú ert með fleiri spurningar um maxinn máttu senda mér mail á ragnar@mms.is
<br><br>
“Software is like sex, it's better when it's free.” - Linus Torvalds
“Software is like sex, it's better when it's free.” - Linus Torvalds