Það er nú mest lítið sem ég nota þetta í vinnunni, bara svona til að fiffa aðeins til myndir ef ég þarf þess.
En heima hef ég notað þetta til að taka inn cad-teikningar af byggingum sem ég vinn stundum með og lita og bæta inn fólki, trjám og einhverjum öðrum hlutum.
Ég hef reyndar ekki fundið neina almennilega bók sem sýnir hvernig maður gerir þetta. Allar bækur sem ég hef fundið sýnað aðeins myndvinnslu og þ.h en ekkert með að taka inn teikningar.
En einhvernveginn hef ég lufsast í gegnum þetta og ætli ég fari ekki að snúa mér að 3dmax eða VIZ til að gera þetta.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.