Það hafa kannski margir fattað þetta en mig langar samt að setja það hérna.
Ég fattaði frábæra aðferð við að gera flott munstur. Það er hægt að nota þetta í t.d. bakgrunna á síður þar sem má ekki vera of mikið á myndunum (það er bara leiðinlegt)
Allavega, þetta er það sem kom út (tvær fjólubláar myndir með beinum grænum röndum, hitt er bara eitthvað annað photoshop-bull :P): http://www.picturetrail.com/gallery/view?p=999&gid=9885231&uid=4756443
1. Ég gerði rönd á leyer sem var litaður fyrir.
2. Gerði filter > distort > polar coordinates, polar to rectangular
3. Svo gerði ég filter > stylize > wind og jafn mikið í hvora átt.
4. Svo gerði ég aftur filter > distort > polar coordinates, en breytti í rectangular to polar
Ég er eiginlega byrjandi í þessu svo kannski finnst ykkur þetta ómerkilegt :) En kannski eru bara einhverjir fleiri byrjendur hérna :P