Ég elska bakgrunninn á þessari mynd. Mjög drullugt og flott grunge dæmi. Við erum þó að horfa á hina klassísku hönnunarþraut “kona með vængi” grín sem ég er löngu hættur að verða hrifinn af. Konan passar hreinlega bara ekki þarna inn og ef ég hefði verið að gera myndina hefði ég einfaldlega sleppt henni og haft einungis vængina. Síðan hefði ég gert einhverja mad typographiu og “brennt” hana vel. Eins og ég segi ég elska bakgrunninn og sé tækifæri í honum.

Ég er samt með þessa tilfinningu að það hafi ekki verið sami hönnuðurinn sem gerði bakgrunninn og sá sem smellti módelinu þarna inn… well… það er kannski bara ég!

motive
onrushdesign.com