bwahahahaha
Grafik
Hver er munurinn a grafískri hönnun og grafískri miðlun? Var að velta þessu fyrir mér.
Grafísk miðlun á rætur í prentiðnaðinum. Starfssviðið felur í sér hönnun allra helstu tegunda prentgripa og frágang á þeim til útgáfu (forvinnsla) en auk þess tekur það til hönnunar skjágripa. Starfsvettvangur er einkum í prentsmiðjum, auglýsingastofum og við útlitshönnun fyrir sjónvarp og netmiðla. Stór hluti starfsins felst í uppsetningu og umbroti þar sem unnið er með myndir og texta. Grafískur miðlari þarf að kunna góð skil á textameðferð og setningu, þekkja vel leturgerðir og stílbrigði og hafa gott vald á myndbyggingu og táknfræði síðuhönnunar. Hann þarf að kunna reglur um íslenska greinarmerkja-setningu fyrir prentun og vera vel að sér í greinarmerkjum algengra erlendra mála, eins og ensku, dönsku, þýsku og frönsku. Hann þarf að kunna að ganga frá efni til prentunar, taka á móti gögnum og vinna þau áfram til vinnslu í prentvél í samræmi við gæðakröfur í prentsmiðjum og þarf einnig að þekkja til grundvallaratriða í prentun og bókbandi. Grafískur miðlari þarf að geta notað viðeigandi hugbúnað við hönnun blaða, bóka, tímarita, auglýsinga, auglýsingaefnis og skjámynda og geta unnið öll algeng vinnuskjöl á þessu sviði. Mikilvægt er að hann hafi góðan skilning á forsendum þess hugbúnaðar sem hann vinnur við svo að hann geti auðveldlega lagað sig að nýjum og endurbættum hugbúnaði þegar þörf er á.