Jæja, nú er komið að því….
Af því að ég veit að það er mikið af grafík nördum hérna þá ætla ég að skora á ykkur að kíkja agnarstund, tvo tíma eða svo, á beina útsendingu frá MacWorld.
Steve Jobs mun stíga á stokk og kynna nýjar tölvur (iMac?), nýja BSD stýrikerfið MacOS X ásamt fleira góðgæti (1394b? [þ.e.a.s. 800MBit/1.6GBit firewire]). Svo verður gaur frá Adobe með eitthvað demo af nýju útgáfuforriti að keyra í MacOS X….or so they say :-)
Mér skilst að popp og kók verði í boði á staðnum og ég vonast til að sjá alla hressa! :-)
http://www.apple.is/macworld/
Friður