…varðandi listmál? Eins og Leiftur nefnir í grein sinni þá segir hann að list og grafík sé tvennt mismunandi. Að mínu mati finnst mér það ekki en ef þessu verður breytt og tvö áhugamál myndu myndast þá sé ég fyrir mér hina skitnu listamenningu sem til er á Íslandi blasa fyrir manni. Hvað er þetta með Íslendinga að grufla endalaust í Fine Arts? 20 aldar listmenningin er dauð en Íslendingar sætta sig ekki við það. Hvernig væri að Íslendingar myndu taka blýant í hönd og gera eina almennilega Portrait teikningu með skyggingu. Ekki eitthvað abstract helvíti frá helvíti.

Listaháskólinn er eitt stórt aðhlátursefni erlendis og ég ætla að útskýra rök mín. Fólk er byrjað að misskilja list eins og eitthvað sem maður gerir í leiksskóla. Fólk er að henda blekslettu á hverja blaðsíðu í skissubók, það hendir moldarbing inn á gólf og setur kerti í það. Þetta er ekki list heldur “waste of time”. Alveg ótrúlegt að svona menn skuli geta komið sér áfram á íslandi þegar menn eins og Magnús Þór, sem kann virkilega að teikna, er að keyra út kók.

http://elfwood.lysator.liu.se/loth/m/a/magnus/magnus.html

Listalífið er sorglegt á Íslandi. Það er eins og fólk vilji ekki reyna að verða betri listamenn með því að teikna vel, það afsakar klaufaháttinn sinn með því að kalla krassið listaverk.
Grafísk hönnun er á öðrum báti og ætla ég mér ekki að gagnrýna hana. En ef þessum tveim stöðum verða skipt niður á Huga þá sé ég fram á að eiga engan samastað.

20. aldar list varð til út af því að myndavélin leysti portrait teiknara af hólmi. Fólki fannst tilgangslaust að teikna real life pictures þegar það getur notað myndavél. En eftir að hafa séð verk eftir hæfa Concept teiknara þá sér maður að margir möguleikar eru enn opnir. Menn eins og Craig Mullins, Dhabih Eng, Feng og fleiri eru menn sem geta teiknað, þeir teikna hvort sem er fyrir auglýsingar, blöð, tímarit, leiki eða kvikmyndir.
Hvernig væri ef listmenning á Íslandi myndi koma sér upp úr gettóinu?

Endilega komið með ykkar view á þessu máli. Ég veit að sum ykkar eiga eftir að springa út af reiði yfir sumum alhæfingum/yfirlýsingum. En eins og oft áður, þá segi ég að þetta er mitt álit.<br><br>—————————
“Argh… Helv Wacom taflan, best að taka blýantinn upp aftur”<a href="http://www.svanur.com">www.svanur.com</a
[------------------------------------]