Layerar í Photoshop eru eins og að búa til mynd með fullt af glærum, þannig að ef þú hefur búið til flotta mynd, vildir bæta einhverju en samt ekki skemma myndina, gætirðu sett glæru ofan á myndina og teiknað bætingarnar á nýju glæruna. Þannig virka layers í Photoshop. Síðan geturðu altaf falið layerinn etc.
Prófaðu að gera nýtt skjal í Photoshop og teikna eitthvað, smella á CTRL+J, teikna eitthvað meira, skoða myndina þína, og klikka svo á augað hliðina á þeim layer sem er valin (sá dekkri) neðarlega hægra megin. Sérðu hvað gerðist? Allt sem þú hafðir teiknað á þessa glæru hafði horfið.
Líka ef þú hefur tvo layera, en vilt breyta þeim í einn, veldu efri layerinn og ýttu á CTRL+E.
Einnig ef þú skrifar eitthvað fer textinn sjálfkrafa á sér texta layer, þannig ólíkt paint geturðu breytt textanum þínum seinna líkt og í Word með því að velja aftur texta tólið og smella á textann sem þú hefur skrifað.
Úff.. vona að þetta útskýri það.