Grafísk hönnun er ofboðslega breitt svið og ef þú hefur áhuga á að mennta þig í því er málið bara að taka góðan grunn, eins og lista- eða hönnunaráfanga. Bara það sem þér þykir skemmtilegast. Ef þú síðan heldur áfram og verður grafískur hönnuður, geturðu unnið við að hanna útlit tímarita, vefsíðna, auglýsinga, umbúða, boðskorta, jólakorta, fyrirtækja, bæklinga, dreifimiða, veggspjalda, bíómynda titla, sjónvarpsþátta titla, bóka, og allt sem augað eygir í raun og veru. Nám í grafiskri hönnun er líka doldið fræðilegt og þroskar hugsana og sköpunarferli. Ég mæli með að þú kíkir upp í listaháskóla og spyrjir bara liðið. Einnig að þú kíkir í kringum þig á allt prentefni í hvaða formi sem er og eins netið og skoðir hvort þú hafir áhuga á að hanna eitthvað af þessu. Eins getur þú skoðað skóla erlendis, á netinu, og fengið bæklingana þeirra (prospectus), það getur gefið þér góða hugmynd um hvað málið snýst.