::: www.hugi.is/skjalfti :::
Hugi.is efnir til lógósamkeppni fyrir Skjálfta, tölvuleikjaarm Huga. Lógóið má ekki bera keim af einstökum leikjum og verður að líta vel út í hvítu og/eða rauðu á svörtum bakgrunni.
Merkið þarf að vera í spot-litum, ekki graderað í fjórlit.
Merkið þarf að vera skýrt og greinilegt og má ekki missa skýrleikann þegar það er smækkað, bæði í prenti og á skjá.
Litir þurfa að prentast vel í CMYK og koma vel út á skjá í RGB.
Tillögur sendist sem illustrator- eða freehandskrár á quake@simnet.is, ásamt minni gif-mynd af lógóinu. Einnig er hægt að senda tillögur sem 300dpi photoshopskrár ef þörf er á.
Skilafrestur er til 16:00 1. júní.
Höfundur vinningslógós fær frítt inn á Skjálftamót meðan þau eru haldin, þó ekki lengur en fimm ár, eða 10 eintök af Homeworld:Cataclysm ef hann óskar þess heldur.
Hugi.is áskilur sér rétt til að nota lógóið um alla framtíð án frekara endurgjalds.
Hugi.is áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum.<br><br>-
forev