Þeir sem eiga ekki meira líf en svo að þeir finna sig knúna til að segja álit sitt á Mökkum ættu að minnsta kosti að kynna sér viðfangsefnið áður en þeir rakka það niður, og hver veit nema þeir komi þá með einhver skynsamleg rök. Það finnst mér samt stórlega ótrúlegt.
Tannbursti, þú ættir kannski að renn augunum yfir Makkalyklaborð aftur… Hnappurinn með eplinu og “asnalega merkinu” er í raun skipanatakkinn (Command), en ekki valtakkinn (option). Skipanatakkinn er þar að auki oftast kallaður “slaufa”, einmitt eftir asnalega merkinu, sem er í raun slaufa. Á nýrri Apple-lyklaborðum er val (option) þar að auki merktur “alt”, alveg eins og á óæðri tölvunum. Makki hefur svo líka stjórntakka (Control), þó hann sé ekki eins mikið notaður og í Windows.
Í Photoshop er þetta því svona:
PC –> Mac
Ctrl –> Cmd (Slaufa/Epli)
Alt –> Opt (Alt)
Shift –> Shift
Hægrismella –> Ctrl-smella
Þetta er líka svona í flestum (ef ekki öllum) öðrum forritum sem fylgja stöðlum stýrikerfanna, þar sem Cmd er viðurkenndur skipanahnappur á Makkanum, en Ctrl á PC.