Ég hef tekið þátt í keppnum þarna af og til í nokkurn tíma og það er nokkuð einfalt hvernig þetta gengur fyrir sig.
Þú byrjar með minnir mig 100 eða 1000 credits, sérð það uppi. Þegar þú sendir mynd inn í keppni ræður þú hvort þú notar creditið eða látir aðra notendur sponsora myndina þína. Ef þú notar creditið og lendir í einhverjum af efstu 3 eða 6 sætunum (er ekki allveg viss) þá færðu meira credit. Annars eyðirðu því. Þú getur keypt meira credit fyrir pening, (mæli ekkert sérstaklega með því þar sem creditið virðist vera nokkur óþarfi, eins og stigin á Huga).
Fresturinn til að senda inn myndir í einhverja keppni er alltaf 2 dagar. Á forsíðunni eru 3 myndir í röð næstum efst og þrjár aðeins neðar. Þessar efstu eru þær keppnir sem eru í gangi og þær neðri eru 3 efstu sætin í nýloknustu keppninni.
Með efstu myndirnar þá er sú sem er lengst til vinstri keppni sem byrjaði kl. 4 í nótt að okkar tíma, í miðjunni 24 klst. fyrr og lengst til hægri er keppni þar sem innsendingum er lokið og notendur farnir að gefa hverri mynd einkunn.
Þú ýtir annað hvort á nafn keppninnar eða info til að sjá um hvað hún er og submit til að taka þátt.
Í fyrstu kepninni sem ég tók þátt lenti ég í síðasta sæti, næstu, næstsíðasta. Ég hef best lent í minnir mig 20 sæti af 60 eða eitthvað álíka.
Þarna eru allveg hellvíti góðir photoshopparar, ég fór aldrei í byrjendakeppnirnar en ég held að það sé samt ágætt. Annars er mjög góður mórall þarna og enginn er að skíta á neinn þótt hann geri ömurlegar myndir.