Tala svolítið um jákvæðar og neikvæðar hliðar á báðum. Þar sem M er á undan P í stafrófinu ætla ég að byrja á Makkanum. Apple gerir góða hluti út af því að þeir eru þeir einu með hana. Það eru ekki 100+ náungar að gera hinu ýmsu kort og drasl fyrir tölvuna. Þetta er mínus upp á samkeppni að gera þannig að macintosh verður alltaf dýrari og dýrari tölvur eru síst til þess að vera leikjatölvur líka. Svo fylgir með einna takka mús sem er alveg grábölvað, mig minnir að hægt sé að kaupa mús með fleirum en einum takka en það er aukakostnaður.

Bottom point:
Apple vélarnar er fjölskyldubíllinn sem maður kaupir því maður vill ekki þurfa að grúska í henni en maður vill samt útlit og hraða. 3in1 pack sem sagt.

PC:
PC tölvurnar er slæmar að því leyti að allir eru að gera hluti fyrir PC. Við erum með 2 örgjörva framleiðendur, en þeir voru 3(hver man eiginlega eftir Cyrix:) Svo var auðvitað IBM með eitthvað drasl, en þeir eru samt ekki dottnir af baki) Þó nokkur fyrirtæki gera skjákort og leiðir það til ennþá meira vesens, ég gæti talið áfram öll þau fyrirtæki en ég nenni því ekki, auk þess nennir fólk ekki að fletta í gegnum símaskrá. En hvað? Eru engir jákvæðir hlutir? Jú, rólegur sonur minn það eru nokkrir ef ekki all margir.

PC er þannig að ef þú ert með peninginn þá er hægt að kaupa sér góða tölvu ef maður veit hvað maður er að gera. Maður velur af natni partana til að búa til dýrindismáltíð sem dugar. Máltíðin gæti jafnvel verið ódýrari en skyndibitinn Apple. Svo varðandi support þá er hægt að redda sér svo ótal mörgu í tölvuna, Hægt er að nýta hana sem fullblown leikjatölvu og sem vinnutölvu. Auðvitað er Windows meingallað en ef farið er varlega þá er hægt að láta það virka. Auk þess er Microsoft menn frekar duglegir í að láta fólk gera ýmislegt fyrir sitt stýrikerfi.

Bottom line:
PC er motorcross hjól sem þú setur saman sjálfur. You are gonna love it because it's your baby, you made it. Auk þess er kraftur í því vegna þess að þú valdir hlutina.


But the bottom line of both bottom lines is:
Báðar tölvurnar eru góðar, engin er betri og sá sem heldur fram því að önnur er betri en hin er að tala um hluti sem hann veit lítið um(No offence). Ég væri alveg til í að eiga macca en ég myndi aldrei gefa upp Pésann. Pésinn setti ég saman og valdi parta, af og til kaupi ég handa honum litla gjöf (nýjan harðandisk osfrv.) þannig að þetta er svoldið eins og að vera giftur.

PC | Apple = consumer wishes = result = both do the same job as well.

Þetta er allt spurning um matsatriði.

PS. Núna bíð ég bara eftir að CZAR komi og fari að hakka þetta í sig þar sem hann er svo harður pc fan.<br><br>—————————
“It is, of course, for the greater good.”
<a href="http://www.svanur.com">www.svanur.com</a
[------------------------------------]