Ég er búin að vera að skoða þetta áhugamál núna nýlega og er að æfa mig í að fara eftir svona tutorials og þannig. Er búin að læra alveg helling :D En já, ég er búin að vera að fikta eitthvað í photoshop í nokkur ár og ákvað að setja inn eitt sem ég bjó til. Fann það reyndar upphaflega á einhverri tutorial síðu sem ég man ekkert hver er :S En ég vona að ykkur líki við þetta hjá mér. Þetta er minn fyrsti tutorial svo að endilega komið með komment svo ég geti vitað hvað ég þarf að gera betur og hvað ég ætti að hafa.

1. Opnaðu nýtt skjal. Hafðu að Transparent og alveg ferningslaga. (ég notaði 490x490)

2. Farðu í Gradient Tool og veldu þér eitthvað flott eða búðu til sjálf/ur

3. Finndu miðjuna á skjalinu. Það er gott að nota Grid (wiew > show > grid) til þess að finna út miðjuna. Dragið línuna frá miðjunni og út í einhvert hornið.

4. Farðu í Filter > Render > Different Clouds.

5. Næst ferðu í Filter > Render > Lens Flare og veldu stað fyrir lens flare. (Það er samt flott að hafa það bara á þeim stað sem það er á þegar maður opnar)
Brightness: 100
Lens Type: 50-300mm Zoom

6. Þtta stig er ekki nauðsynlegt en kemur flott út.
Farðu í Filter > Disort > Spherize og veldu hver langt myndin á að fara inn (Ég valdi -72)

Þá ætti þetta að vera komið :) Ég veit að þetta er mjög einfalt og þægilegt. Hentar vel fyrir byrjendur (eins og mig) En þetta kemur flott út.

Ég gerði 2 prufur og þær komu svona út:
prufa1
prufa2
Shadows will never see the sun