Sælir og sæl! :)
Ég er með Canon A300 digital myndavél og installeraði öllu sem því fylgdi, viðeigandi hugbúnaði og driverum o.s.frv. Ég var með win98 þegar ég installeraði öllu. Ég fékk svo WinXP (professional) og þá virkaði ekki lengur að setja myndirnar úr myndavélinni og í tölvunni (í gegnum USB tengi)…tölvan bara finnur ekki myndavélina…þannig að ég re-installeraði öllu, þar af meðal drivernum….Það virkaði ekki neitt, finnur enn ekki myndavélina…en afturámóti þegar ég opna núna Photoshop þá segjir það í hvert skipti að ég ætti að re-installera TWAIN driver (sem á víst þá að vera fyrir skanna og myndavélar)…ég fór að leita af þessu á canon.com og líka á google, en það virðist vera að ekki sé hægt að finna þetta fyrir WinXP……
Spurningin mín er þá í raun sú…..veit einhver hvar ég get fundið þennan TWAIN driver og/eða veit einhver hvernig ég get fixað þetta með myndavélina mína?
kv,
skakku