Það fer eftir notkun hvað myndirnar kosta, ég hef venjulega fengið þær undir 6.000 kallinum (sem er ekki mikið). Þetta fer eftir miðli, tíma og þessháttar, jafnvel markaðsstærð.
Myndir frá Corbis má alls ekki nota án þess að kaupa þær og eru margar þeirra háðar sérstöku samþykki fyrir hverja notkun, t.d. má ekki nota sumar myndir á vefsíðum.
Auk þess má ekki nota myndir sem módel koma fyrir nema fá sérstaklega leyfi frá þeim fyrir notkunina. Hvernig þætti þér ef að á morgun kæmi mynd af þér í auglýsingu fyrir einhvern stjórnmálaflokk?
Myndir frá shoppping.corbis.com má einungis nota í persónuleg verkefni: föndur, nám, wallpaper, screen-savera etc. En ekki t.d. á vefsíður.
Á bizpresenter.corbis.com eru myndir sem nota má í kynningar og slíkt.
Fagmenn kaupa síðan myndir á pro.corbis.com en þar má finna myndir sem nota má í hin ýmsu verkefni.
Rights managed myndir má einungis nota í ákveðin verkefni og þeim má ekki breyta (þ.m.t. tilskurður).
Royalty free má nota á hvaða hátt sem er og í mörg verkefni.
Helsti munurinn er sá að með RM myndum má oft “einoka” þær, kaupa þær sérstaklega í t.d. einum flokk, eða eitt landssvæði svo það er víst að keppinauturinn kaupi hana ekki.
Ég vil líka minna menn á að það er einstaklega leiðinlegt þegar gripnar eru myndir án leyfis og þær nýttar, og sérstaklega er það slæmt ef að verkið er unnið fyrir e-n annann. Menn geta kysst bransann bless þegar þeir fá skilaboð frá auglýsandanum um að þeim hafi borist reikningur vegna myndar.
Kveðja,
Hreinn Beck<br><br>Kveðja,
Hreinn Beck