Það var nú komið að því að ég léti frá mér eitthvað. Ástæðan fyrir að þetta er ekki á greinarformi er að ég tel ólíklegt að ég fái það birt, þar sem ég er hvorki menntaður né sérlega góður grafískur hönnuður.
Í fyrsta lagi vil ég benda á þennan gífurlega elítisma sem tíðkast hér. Fólk er að senda frá sér verk sem eru nánast alveg eins, neonlitir með “dirtspots” og línumyndum, og á þetta að líta voða “hrátt” út. En guð hjálpi ykkur ef einhver miðjumanneskja ákveður að gera eitthvað annað. Þá getur viðkomandi alveg sleppt því að gefa frá sér píp. (Ég hef aldrei sent inn, nota bene. Þið megið alveg kalla mig hræsnara, sleggjudómara, et cetera. Mitt álit, mínar skoðanir)
Nýlist (fyrrnefndir eðalgaslitir, “dirtspots” og línunotkun) sú sem tíðkast í hönnun nútildags er klisjukennd og ofnotuð. Það eru allir að gera þetta, og svo bregst fólk agalega illa við ef maður dirfist að segja svona, nema sá hinn sami geti flaggað snepli frá myndlistaskóla sem segir að viðkomandi sé lærður í faginu.
Þetta var minn túkall.