Núna í vikunni erum við að opna vef fyrir hönnunardeild listaháskóla íslands.. ekki seinna vænna því skólinn er að verða búinn.. hehe, en allavega þá vantaði okkur einhvern vettvang til að koma boðum okkar á milli auðveldlega; stundaskráin okkar er gefin út viku í senn, í hverri viku eru fyrirlestrar í skólanum sem eru öllum opnir og yfirleitt eru það gestakennarar í skólanum sem halda þá, osfr. Vefurinn á líka að vera vettvangur fyrir umræðu um alla hönnun; vöruhönnun, grafíska hönnun, textíl- og fatahönnun og arkitektúr, en arkitektúr verður kenndur í fyrsta sinn í skólanum næsta haust. :D
Að sjálfsögðu geta allir sem áhuga hafa sent inn efni á vefinn og tekið þátt í umræðunum, þó svo hann einkennist af því sem er að gerast innan skólans. Við ætlum í sumar að safna inn á hann efni með myndum, verkum og fleiru slíku þannig að hann verði lifandi í sumar.
Öll ‘fair’ komment eru vel þegin.
<a href="http://www.150reykjavik.com">http://www.105reykjavik.com</a>
Dagný
reykjalin.com