Endurlífga fortíðina Finnst voðalega leiðinlegt að sjá hvernig þetta áhugamál er orðið miðað við hversu öflugt og vinsælt það var hérna á árum áður.

Þetta tímabil sem ég er að tala um er það tímabil sem áhugi minn á Photoshop kviknaði, ég kunni ekkert en fólk hér var tilbúið að hjálpa þeim sem ekkert kunnu og var þetta áður en að dóna-tískubylgjan kom yfir Huga. Í dag snýst allt um að ná að henda sem mestum skít yfir þann sem svarað er og keppni er um það hver hefur stærsta net-typpið, þar er ég ekkert saklaus frekar en aðrir.

Fyrir þessum 4-5 árum (minnir mig) var þetta áhugamál upp á sitt besta og á þessu tímabili þeytti Steini skífum og gekk undir nafninu SteiniDJ. Þeir helstu sem voru hér í þá daga voru að Steina undanskyldum: Hlynkinn, Philedius, Rusty, Thelma og Krissa4 (líklegast voru þeir fleiri en þetta eru þeir sem koma fyrst upp hjá mér) - Zikki kom svo inn síðar og fylgdi 'sig-æðið' honum :)

Mér þætti gaman að sjá þennan eldmóð fyrir að hjálpa öðrum aftur. Myndirnar voru alltaf 2-3 á dag, greinar komu inn reglulega og fólk var duglegt að deila þekkingu sinni í gegnum tutorials sem voru annaðhvort sjálfgerð eða utanaðkomandi.

Það sem hefur kannski helst dregið úr vinsældum hér er hörð gagnrýni og skortur á þessu sem ég nefndi hér á undan, hjálpsemi. Eins og ég skrifaði efst er ég ekkert saklaus þar heldur.

En ég er allavega alveg tilbúinn til að taka mig á og leggja mitt að mörkum til þess að fá þetta aftur, kannski ekki núna í lokaprófunum en eitthvað eftir þau :)

Hvet bara fólk sem les þetta og langar að senda inn myndir hvort sem viðkomandi er klár á myndvinnsluforrit, teikningu eða hvað annað sem tengist grafískri hönnun eða ekki.

- Svona í lokin vill ég taka það fram að ég er ekki að gefa í skyn að ég sé neinn fagmaður í Photoshop! :)

—————————————————-
Uppáhalds tímabilið mitt hér var ‘plánetutímabilið’ og því ætla ég að búa til eitt stutt tutorial og láta það fylgja með þessari grein. Það sýnir í algjörum grunnatriðum hvernig einföld pláneta er gerð. Vonandi gæti það kveikt áhuga hjá einhverjum.
—————————————————-

Að búa til tungl
Í þessu tutorial geri ég ráð fyrir grunnþekkingu í Photoshop

Skref 1 - að búa til munstrið fyrir tunglið

* Það fyrsta sem þú vilt gera er að ýta á CTRL+N og hafa stærðina á myndinni 600x600.
* Þegar þú hefur búið til nýja mynd skaltu fara í Filter -> Render -> Clouds

- Þetta ætti að líta út svona.

* Þú vilt núna láta þetta líta aðeins betur út og ferð í Filter -> Render -> Difference Clouds þar til þetta lítur út nokkurnveginn svona.

Þetta á ekki að verða neitt flókið svo við látum kyrrt sitja hér, og næst klippum við út tunglið frá bakgrunninum og gerum það raunverulegra.

* Núna skaltu fara í Elliptical Marquee Tool (ýtir á M), passa að hafa hringinn valinn og dragðu svo út frá einhverju horninu og í andstæðuhorn þess og passaðu að halda inni SHIFT á meðan þú gerir þetta til að fá nákvæman hring.

- Eftir að þetta hefur verið gert ætti þetta að líta út svona.

* Það sem þú vilt gera núna er að copy-a hringinn sem þú hefur valið úr bakgrunninum (CTRL+C). Búðu svo til tvo nýja layera (CTRL+SHIFT+N). Paste-aðu svo munstrið yfir á seinni layerinn sem þú bjóst til. Veldu svo fyrri layerinn sem þú gerðir (þennan sem er þá fyrir miðju í Layer-glugganum) og fylltu hann með svörtum lit.

- Nú ættir þú að hafa hringlaga munstrið þitt á svörtum bakgrunni, og ætti það að líta út svona.

Skref 2 - að skella tunglinu í þrívídd

* Það sem þú vilt gera núna er að halda inni CTRL og velja layerinn með tunglinu þínu á, þá ætti að koma svona skorin lína blikkandi utan um tunglið. Næst skaltu svo fara í Filter -> Distort -> Spherize og færa hnappinn á línunni þar alveg til hægri, svona. Smella svo bara á OK og þá ætti þetta að verða nokkuð flottara.

* Næst viltu minnka tunglið og það ert gert með því að smella á CTRL+T - þá ætti að koma svona daufur kassi utan um tunglið og ef þú færir músina nálægt einhverju hornanna birtist ör, þegar hún hefur birst skaltu halda inni SHIFT og smella svo með músinni og halda inni og minnka tunglið niður í allavega 50% (ég valdi 43,6%) af upprunalegri stærð (þetta er líka hægt með því að skrifa prósentuna í glugga sem birtast þarna, en það skiptir ekki máli)

- Þetta ætti að líta út einhvernveginn svona.

* Nú viltu setja smá skugga á tunglið, gerðu það með tilliti til þess hvar þú ætlar að staðsetja sólina sem við setjum inn innan skamms.
* Skuggan gerir þú með því að velja Filter -> Render -> Lighting Effects og færir þetta til þar til þetta lítur út einhvernveginn svona. Hafi allt verið gert rétt ætti tunglið nú að líta út svona.

Skref 3 - sólinni bætt við

* Nú er það bara að nota gamla góða Filter -> Render -> Lens Flare og staðsetja það að vild og nota hæfilegt magn af ljósi. Sjá mynd - ég notaði 35mm Prime, en það er bara matsatriði hvers og eins.

Nú ætti myndin hjá þér að vera tilbúin og líta út eitthvað í áttina að þessari.

Gott má alltaf bæta og nú er það bara að nota ímyndunaraflið og hæfileika til þess að gera myndina raunverulegri og flottari. Bara með því að fikta aðeins í Blending Options (gert með því að hægri smella á layerinn og velja ‘Blending Options’) má gera mikið fyrir myndina. Dæmi.

Þetta ætla ég ekkert að fara út í vegna þess að fjölbreytnin er óendanleg og ég ætlaði bara í grunnatriðin. Endilega sendið inn útkomur ykkar ef það er einhver sem leggur í þetta.

Vona að þetta hafi náð til einhverra.

-Bring