Ég er búinn að vera töluvert í umbroti á alls kyns blöðum og notaði lengi vel Quarkinn. Fyrir svona ári síðan fékk ég aðeins að prufa InDesign (1.0 á sínum tíma og seinna meir 1.5) og hef síðan verið með þá báða til taks, svona eftir því hvernig skapi ég hef verið í. Hins vegar hef ég undanfarið verið að hallast meira og meira að InDesign, einfaldlega af því að mér finnst það þægilegra í notkun.
Síðan var ég að lesa ComputerArts um daginn (print design, special edition) þar sem birt var nokkuð góð grein þar sem þeir báru saman nýjustu útgáfur af báðum kerfum (þ.e. InDesign 2.0 og Quark 5.0) og komust að því að InDesign væri komið fram úr Quarkinum í notkunargildi og gæðum (n.b. í fyrsta skiptið).
Eftir allt þetta er ég eiginlega alveg búinn að gefa Quarkinn upp, en þá kemur upp dálítið vandamál… fæstar prentsmiðjur hér á landi taka ekki við skjölum á InDesign formi… ekki einu sinni Oddi (sem er að gefa sig út fyrir að vera með betri prentsmiðjum á landinu!!). Ég viðurkenni reyndar að ég er að nota PC við þetta, en samt…
Hvernig er það… er einhver annar vitleysingur þarna úti að nota InDesign? Eða er ég bara svona þrjóskur og vitlaus að vera að vesenast í þessu??
Látið mig vita hvað ykkur finnst.
————————-