Þó að síðasta keppni sem ég sendi inn hafi verið svolítið óskipulögð, þá langar mig að hefja aðra keppni…:)
Þið eigið að búa til logó fyrir fyrirtæki sem heitir “HraðSkip” og sérhæfir sig í hraðflutningum á sjó.
Lógóið má ekki vera stærra en 150x150. Allt annað er frjálst, litir o.fl..
Skilafrestur mynda er til 17. febrúar. Og eiga þær að vera merktar “nafnámynd-Keppni”
Það eru engin verðlaun þetta er bara til að skemmta sér..:)
Og svo eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir.