Ég heiti Óskar og er í Margmiðlunarskólanum á öðru ári og mig langar að benda á nokkra hluti sem að mínu mati fólk hefur verið að svona miskilja í þessu spjalli. Þetta er dáldið langt..bara að vara ykkur við.
1. Ég vill byrja á því með það að fólk sem hefur verið í margmiðlunarskólanum segi að það hafi aldrei séð neitt eftir kennarana sína, að mínu mati á nemandi ekki að sjá neitt eftir kennarana sína. Hvers vegna? Úúútaf því að kennarinn er þarna til að kenna þér á forritið, segja þér hvernig þú átt að nota crop tólið í Photoshop eða markera í Vegas en ekki vera að segja hvað er inni í dag og hvað er ekki. Sumir kennarar koma úr skóla og fara aldrei út á vinnumarkaðinn útaf því að þeim langar að kenna. Þessir gaura sem hafa ekki verið á atvinnumarkaðnum kannski í 1-whatever ár vita ekkert hvað er “hipp og kúl” og ættu því ekki að vera segja nemendum sínum hvað þeir eiga að gera og hvað ekki. Fyrir nokkrum árum þótti allveg ofboðslega kúl og nota ‘lensflare’ í ALLT, þetta var á nafnspjöldum,vefsíðum,auglýsingum … you name it en í dag er maður skotinn fyrir að vera að nota þennan andskota nema í mjög fáum tilfellum (þar sem það passar). Ef að kennari var á atvinnu markaðnum fyrir hvað 2 árum þegar lensflare stóð sem hæðst hætti þar í vinnu og byrjaði að kenna væri fólk ekkert að gúddera ef hann væri en þann dag í dag að segja nemendum sínum að lensflare séð ógeðslega kúl og allt það. Kennarar eiga að kenna á forrit ekki tísku.
2. Hérna langar mig að taka aðeins fyrir kennslu í MMS. Byrjum á bókunum sem notaðar eru í MMS, Einhver sagði hérna fyrir ofan að það væri ömurlegt og asnalegt og allt það að fá bækur löngu eftir að kennsla er búin, mig langar að fara aðeins í afhverju þær komu of seint. MMS bíður alltaf eins lengi og hann getur að panta bækur til að fá öruglega eins up-to-date bækur og möguleiki er á. Eins og við vitum öll þá getur veirð vesen að fá bækur að utan, sérstaklega þegar bækurnar eru allveg glææænýjar, þá eiga þær til að seljast upp og allt það og svo er líka ekki gott þegar Bin Laden tekur sig til og rústar byggingum og _skemmir_ allt flug til og frá bandaríkjunum þá að sjálfsögðu getur orðið seinkun á hlutunum :) Síðan vill ég líka benda á hvernig mér finnst best að læra MMS, nú það er að reyna að fylgjast mjög vel í öllum tímum, gera verkefni sem kennarinn leggur fyrir mig og síðan fara og renna í gegnum bókina þegar áfanginn er löngu búinn, en það er bara ég i guess :)
3. Ok, hvað þarf maður að leggja á sig til að fá 110% út úr MMS: Já, ég hef séð þó nokkurn slatta af nemendum sem hafa farið í MMS rétt nennt að mæta í tíma, skila verkefnum of seint og halda að þeir fái einhverja SÚPER vinnu með 400 þúsund kall á mánuði eftir EITT ár af ÞREMUR. Nú, svona er náttúrlega BAAARA heimska og ég veit ekki hvort fólk er að komast í gengum aðra skóla með því að leggja ekkert á sig? En allvegana ef fólk er að pæla í að mennta sig á sviði margmiðlunar þá eru fyrirtæki byrjuð að taka miklu meira mark á hvað fólk er búið að læra í skóla og það er mjög flott fyrir margmiðlunarfyrirtæki að geta sínt viðskiptavinum sínum fram á að allir þeir sem koma að verkefninu sem hann er að fara að kaupa séu með B.A. gráðu í margmiðlun eða álíka. Ef þú ættlar í MMS lestu yfir þetta áður en þú tekur ákvörðun. Þetta sem ég skrifa hérna fyrir neðan er alls ekki algilt en svona er mín reynsla og ég fíla þetta í botn.
OK it breaks down like this:
a) Þetta er ógeðslega dýrt nám þannig að ef þú ert að fara læra þetta vegna þess að þú heldur að þú fáir svo geðveikt mikið borgað á mánuði þegar skólinn er búinn gleymdu þessu og farðu að gera einhvað annað.
b)Þú átt eftir að eiga ógeðslega lítið líf utan skólans og átt eftir að umgangast sama fólkið hvort sem það er dagur eða nótt.
c)Vertu tilbúinn að sitja á rassinum fyrir framan tölvu og einbeita þér í allavegana 10 tíma á dag. Stundum meira.
d)Vertu tilbúinn að hlusta á kennara í fjóra tíma á dag að kenna þér á einhvað ógeðslega leiðinlegt forrit sem þig langar ekkert að kunna á. Þú verður samt að gera það það er í þessum tímum sem þú lærir ótrúlega mikið.
e)Vertu tilbúinn að drekka ógeðslegt kaffi allan daginn útaf því að kaffivélarnar í MMS búa alls ekki til gott kaffi.
Þetta lítur kannski ekki voðalega vel út en ég hef skemmt mér mjög vel í þessum skóla og ég hef lært ótrlúlega mikið á því að vera þarna og svo fyrir svona loka spurninguna, já það er þess virði að borga 900 þúsund kall á ári til að vera þarna.
Einnig er allveg súper dúper nemendafélag í MMS sem stendur fyrir skemmtunum og heimsóknum í fyrir tæki, svo að ég promoti okkur aðeins (ég er vefstjóri og ritari þarna) þá er urlið á síðuna okkar
http://www.mms.is/nemendafelagSíðan vill ég líka benda ykkur sem eruð að pæla í þessum skóla að koma bara í heimsókn, fólkið á skrifstofunni tekur vel á móti ykkur og nemendur eru öruglega til í að svara einhverjum spurningum fyrir ykkur (og svo getið þið líka testað kaffið!)
Ég held að þetta ætti að svara spurningum alla og ef ekki kíkið niðrí skóla, ég veit að heimasíða MMS er algjört krapp og ég veit ekki hvað vefstjórinn þeirra er að pæla en ég hef heyrt að það sé að smíða nýja síðu og þá vona ég bara fyrir ykkur að það verði allavegana einhverjar gagnlegar upplýsingar á honum :D !!!
Vona að þetta kasti ljósi á skuggana og að þið hafið nennt að lesa þetta :)
(ég biðst afsökunar á stafsetningavillum sem eru sennilega þó nokkrar :D)
-oskard
-oskar@oddcreations.org