Liðin duel Þegar þessi grein er skrifuð eru 3 duel búin. Fyrst voru “Oscar vs Himmi” svo komu “Molo vs Egill” og “Zeriaq vs. motive” með þriðja og síðasta duelið.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er að ég veit að ég tala fyrir alla þá sem hafa duelað þegar ég segi, We want feedback.
Hvað finnst ykkur um duelin? Hvaða myndir standa upp úr? Eru einhverjir stílar sem ykkur finnst ekki vera meika það?
Ég ætla að fara bara stutt í þær pælingar sem ég fór í í duelinu við motive.

Zeriaq vs. motive :

1. Fyrsta myndin kom frá motive

2. Mynd númer tvö kom frá mér, ég vann verkið með því hugarfari að allt er rosalega fallegt og skemmtilegt, hundana tvo (Jamm þetta eru tveir hundar splæsaðir saman við háls) fékk ég hjá imagebank en afganginn vann ég svo from scratch. Ég var ánægðastur með þessa mynd í duelinu.

3. Mynd númer þrjú kom frá motive

4. Á þessari mynd reyndi ég að komast aðeins meira inní duel fílinginn og edita bara mynd númer 3 frá motive. Engillinn kom sem svar við textanum frá motive.

5. Mynd númer fimm kom frá motive

6. Fyrri myndin frá motive var komin útí svolítið þyngri stíl, gothic með dökku grungei. Ég ákvað að taka það einu skrefi lengra, innblásturinn fyrir litina í myndinni komu úr myndinni “8mm”, dökk rauðbrúnn og mjög sterkir contrastar. Svolítið ofhlaðin en það var viljandi gert.

7. Mynd númer sjö kom frá motive

8. Motive fór útí aðeins gleðilegri tóna með mynd númer sjö þannig að ég ákvað að fylgja honum ekki ;) Lokamyndin sem kom frá mér endaði bara með grafískri sýru sem ég get ekki útskýrt neitt betur. Margir eiga eftir að hata þessa mynd en það er eitthvað við hana sem gerði það að verkum að ég notaði hana til að klára batteríið.


Ég vill endilega fá álit hjá ykkur öllum og þeir sem eru búnir með duel meiga útskýra hvað þeir voru að hugsa og í hvaða pælingum verkin urðu til. Allir að skora á einhvern í duel.

Takk motive fyrir frábært duel.
“Software is like sex, it's better when it's free.” - Linus Torvalds