Hér ætla ég að fjalla um auðvelda leið við að koma alvöru undirskrift þinni inná mynd með photoshop. Það sem þarf er:
Blað
Penni/Blýantur
Skanni eða Myndavél

1. Byrjaðu á því að skrifa nafnið þitt á blað með penna eða blýant.

2. Best er að nota skanna í þetta skref en myndavél dugar alveg. Ef þú ert með skanna skalltu einfaldlega skanna myndina inn annars nota myndavél og mæli ég með því að nota þrífót annars er solítil hætta á því að myndin verði hreyfð.

3. opnaðu myndina í photoshop, gerðu nýjan layer og byrjaðu að draga eftir línunum með Pen Tool stillt á Path (ATH ekki brush tool)

4. farið í brush tool og veljið hæfilega þykkt (er flottara að hafa ekki sömu þykktina á alla stafina eða línur á milli þeirra)

5. veljið aftur Pen Tool og hægri-klikkið á pathið ykkar og farið í Stroke path, þá kemur upp gluggi og þar veljiði Brush í Tool dropdown menuinu. hægri-klikkið síðan bara aftur og veljið delete path.

6. Dragið síðan layerinn með stöfunum á inná eitthverja mynd sem þið hafið tekið (ef stafirnir eru of stórir eða litlir veljið Move tool og farið í Edit>Free Transform og stækkið eða minnkið)

Vonandi kemur þetta eitthverjum að gagni.