Verkefnið er þess vegna að búa til eina litla auglýsingu, 150*150px. Skiptir engu máli í hvaða forriti þið gerið þetta, má vera flash, gif, jpg, hvað sem er. Bara svo lengi sem stærðin á myndinni sé í lagi.
Einu reglurnar eru þessar:
1. Stærðin verður að vera 150*150px
2. Notið annaðhvort stuttheiti áhugamálsins eða fullt heiti. (Stuttheitið á þessu áhugamáli er /grafik en fullt heiti er Grafísk Hönnun)
3. Verkið verður að vera eftir ykkur
Sendið svo ykkar verkefni bara inn sem mynd með viðskeytið “- Verkefni”. Ef hins vegar verkefnið er á formatti sem Hugi tekur ekki við þá sendið þið bara inn tengil á verkefnið hér.
- Á huga frá 6. október 2000