Úrslit keppninnar:
Alls bárust 4 hugmyndir að bókakápu. Þær eru allar áhugaverðar á sinn hátt. Hér verður fjallað aðeins um hvað rithöfundi finnst um hverja og eina.
http://helgi.stigur.net/bok.jpgForsíðan á þessari útgáfu er mjög skemmtileg. Hægt að bregða upp svipmyndur úr ferðinni, korti af álfu, en jafnframt notast við einfaldan stíl. Baksíðan endurspeglar þá nálgun, stílhrein.
<myndin er í pósthólfi> Stílhrein hugmynd, kápan hvít með breiddagráðslínun. Forsíðan -Stimplað frímerki og mynd af ferðalangnum. Baksíðan, mynd af ferðalangnum, og baksíðutexti. Mjög stílhrein og áhugaverð útgáfa!
http://brynjar.morfis.is/bokarkapa.phpForsíðan birtir mynd af M.P. sem er undur Suður Ameríku og týnda borg Inkanna. Baksíðan er áhugaverður hluti í þessari útgáfu, mjög svo skemmtileg útfærsla á kassanum utanum baksíðutextann, og myndinni þar, og baksíðumyndin í heild.
http://img204.imageshack.us/img204/6401/suduramerikayq3.jpgForsíðan mjög grípandi, sólarlagið speglast inn um hringinn og svipmyndir. Stílhrein. Baksíðan býður upp á svipmyndir og texta í flottum römmum!
Eftir að hafa skoðað tillögurnar, hef ég ákveðið að velja útgáfu Dímons, með örlitlum breytingum og notast við þá útgáfu í framhaldi. Breytingarnar eftirfarandi. 1. Forsíða fer yfir á hægri hlutann. 2. Ein myndin fellur út á baksíðu og þar kemur strikamerki. 3. jaðarlitur breytist líklega eitthvað, prófa mismunandi litasamsetningar.
Annars glæsilegt og þakka öllum þáttökuna! Frábærar hugmyndir allt saman!
bk.
Huginn