Fyrir stuttu tókst mér að grafa upp fyrsta blað 3DWorld, þar sem þeir fjölluðu um nýjasta leik Elixir Studios, Republic. Þetta er víst svona management leikur í fyrrum sovésku gerviríki.
En það sem virkilega náði athygli minni var að þeir segja að Totality Engine ráði við ENDALAUSA marghyrninga í rauntíma, án þess að hægist á leiknum. Reyndar eru sumir hlutir í þessum leik með svo marga marghyrninga að Elixir gat ekki renderað þetta í MAX, heldur fluttu þeir módelin (sem voru 350mb hver!) í leikinn til að sjá hvernig þau koma út!
Sjálfum finnst mér þetta lygilegt, en allt bendir til þess að þetta sé satt. Ef svo er, gæti þetta þýtt algjöra byltingu í grafíkvinnslu, bæði fyrir leiki og venjulega vinnslu. Pælið í því að geta ráðið við endalausa marghyrninga við þrívíddarvinnslu…
http://www.elixirstudios.co.uk/