Ég hef mikið tekið eftir því hér á Huga að mikið er rætt um filtera í photoshop og yfirleitt eru þeir taldir hinn mesti sori en aðrir ganga ekki svo langt. Það hljóta allir að vita um hvað ég er að tala því í örðrum hverjum korki er rifist um notagildi þeirra og fer molo þar fremstur. Menn eru skotnir á færi ef þeir posta artworki sem inniheldur þessa hluti þó svo að þeir eru plús í sumum tilfellum (þó alls ekki alltaf af mínu mati) og því passa ég mig á því að láta ekki sjást í þá.
Persónulega nota ég þá sáralítið og finnst megnið af þeim ömurlegir og liquify í Ps6 (er reyndar ekki í filtera möppunni en mér finnst það ætti að vera þar) er bara hræðilegur hlutur. Þessi margumtalaði bevel í eyecandy veit ég ekkert um því mér dettur ekki í hug að instala það og mætti einhver sýna mér hvernig hann virkar. Þó eru nokkrir sem ég nota þegar í þarf: blur, motion blur, noise, lighting effects, (wind), og impressionist sem er eini filterinn minn sem fylgir ekki með forritinu.
Ekki meira hef ég að segja um þessa merkilegu hluti en ég vildi gjarnan fá ykkar álit á filterum og hvað af þeim þið notið!
Kjerúlf