Undanfarnar vikur, hefur virknin á áhugamálinu verið að dafna, og tel ég að það sé að hluta til eitthvað mér að kenna.
Þannig, ætla ég hér að senda inn 2 stutta og einfalda tutorials sem gætu hjálpað ykkur eða glatt.
Þar sem ég er ekki með tölvuna mína, verða þýddir tutorials að duga núna, en ég mun vonandi koma með fleiri tutorials eftir mig fljótt.
—
Hologram.
1.) Takið til render, þá má finna á netinu. (Zikki veit líklega um einhverjar þannig, svo ég myndi spyrja þann kauða :)) Ef þið viljið ykkar eigin mynd, þá þarf að klippa hana út.
2.) Ýttu á Ctrl + U, með myndina valda og notaðu þessar stillingar:
Colorize: Check Hue: 200 Saturation: 38 Lightness: -35
3.) Búðu til 3 auka eintök af layernum, svo þú eigirð samtals 4 eintök. (Mundu að hafa layerinn ekki læstann, tvísmelltu á lásinn til að laga það)
4.) Á neðsta layernum, gerðu Filter -> Blur -> Gaussian Blur og notaðu um 3 - 5 pixla.
5.) Á næst-neðsta layernum, gerðu Filter -> Blur -> Motion Blur, hafðu stillingarnar þannig að blur-inn komi lárétt út, og síðan bara mismunandi eftir smekk.
6.) Á efsta layernum (Láta næst efsta vera), farðu í Filter -> Artistic -> Neon Glow, notaðu þessar stillingar
Glow Size: -16 Glow Brightness: 15 Glow Color: ZD6DAE
7.) Settu opacity á 3ja layernum í 34%.
8.) Ýttu á Ctrl + Þriðji Layerinn, til að velja hann.
9.) Búðu til nýjan layer (Ctrl + Shift + N), en passaðu að afvelja ekki það sem valið er. Settu layerinn efst
9.) Gerðu Edit -> Fill með Scanline Pattern (Þarft að búa það til, verður útskýrt fyrir neðan)
10.) Settu layerinn á Overlay og 15% Opacity, og layerinn fyrir neðan það á Multiply.
Þessi tutorial var tekinn héðan:
http://www.mickm.com/index.php?section=tutorials&id=117
—
Scan - Lines.
1.) Búðu til nýtt skjal, hafðu það 1x3, og gerðu svartan kassa í miðjuna á því. (Bakgrunnurinn þarf að vera Transparent, en það færðu með því að aflæsa layernum (Tvíklikkað á lásinn) , og svo öllu eytt, annaðhvort með Erease brush eða einhverju öðru).
2.) Farðu í Edit -> Define Pattern, skýrðu þetta Scanlines.
Þá er það komið, en til að nota þetta á eitthvað, þá þarftu að gera eftirfarandi:
1.) Opnaðu einhverja mynd, og búðu til nýjan Layer. (ctrl + shift + n)
2.) Farðu í Edit -> Fill og veldu “pattern”. Þaðan skaltu velja “Scanlines” patternið þitt sem þú bjóst til.
3.) Næst, skaltu lækka opacity á Scanlines layernum þínum niður í 50 - 30%, fer eftir mynd og smekk.
Þessi tutorial var tekinn héðan:
http://www.mickm.com/index.php?section=tutorials&id=46
—
Ég vonast til að þið munuð einnig senda inn annaðhvort þýtt eða frumsamið efni. En munið að vitna í síðurnar sem þýtt er af.
Svo vill ég minna ykkur á það, að þið megið senda niðurstöður ykkar á Mynda kubbinn, en getið beðið um hjálp hérna.
Kær kveðja,
Steini.