Ég var nú bara svona að velta þessu fyrir mér, hvort
það væri næg vinna fyrir okkur hönnuðina í þessu landi….
Sjálfur er ég í vinnu og rígheld ég því í músina og ætla
mér sko ekki að sleppa takinu.
Einu sinni var sá tíminn þegar hönnuðir flökkuðu
mikið á milli stofa í þeim tilgangi að læra meira
og fá líka aukna tilbreytingu, (snökt, söknuður)ætli
það sé alveg búið eða bara svona í bili ??
Kannski er þetta voðalegt svartsýnis hjal og rugl
en eftir að ég heyrði um allar þessar uppsagnir hjá Góðu fólki
hmmm makes you wonder…
Hefur einhver hérna einhverja hugmynd um hvað er í gangi og
hvort þessir hönnuðir sem misstu vinnuna hafi getað fundið vinnu á annari stofu eða er atvinnuleysi að blossa upp í greininni okkar?