Þar sem við sem höngum hérna sem mest erum Nýgræðlingar í því sem tengist grafík ætla ég að benda ykkur á skemmtilega íslenskar síður sem er sniðugt að kíkja á ef maður hefur einhvern áhuga á hönnun.
http://ummerki.com/ : Ummerki.com er (held ég) eini almennilegi umræðustaðurinn hjá íslensku hönnuðum á öllum sviðum. allt frá 3d artistum til ljósmyndara og iðnhönnuða.
http://www.formislandia.com/ : “Icelandic design magasine” er það eina sem ég veit um þetta. Þetta er fyrir svona lengar komna en allti lagi að hafa augun hjá sér :)
http://frozt.com/ : Gamalt hönnunarblað, sem er fáránlega flott. Ég hef skoðað þau öll svona 5 sinnum og fæ aldrei nóg. Það er þema fyrir hvert blað og það er mergjað að sjá hvað sumt fólk er hæfileika ríkt.
http://www.loremipsum.is/ : FÍT eða félag íslenskra teiknara er með þessa heimasíðu. Áhugavert efni og þarna er hægt að næla sér í ýmsann fróðleik.
http://3d.is : Ekki bara 3d vefur heldur er hellingur af hæfileikaríkum 2d artistum. Líflegar umræður og allir alltaf tilbúinir að hjálpa. Ekki vera hrædd með það að senda eitthvað inn og fá álit á því, þannig lærir maður :)
http://www.mms.is/ : Margmiðlunarskólinn! Þau halda sýningar oftast í lok hverrara annar sem er sniðugt að mæta á og svo er alltaf einhverju postað á netið :)
http://lhi.is/ : Listaháskólinn, Gott að kíkja svona nokkrum sinnum á önn til að sjá hvenær opin hús og lokasýningar eru :)
http://where.is/handbok/ : Vefsmíðahandbókin eftir Gunnar Grímmson
http://www.menning.is : Upplýsingar um flest öll söfn og sýningar og þannig.
http://php.is : Upplýsingar og hjálp sem tengjast Php vefforritunarmálinu, eitthvað sem allir sem afa áhuga á vefhönnun ættu að kíkja á.
Þá held ég að það merkilegasta sé komið, nema náttúrulega að ég sé að gleyma einhverju.
Ég mæli með að þið kíkjið líka á heimasíður auglýsingastofanna og þar eru oft mikið a f áhugaverðum linkum.
Svo má líka benda á það að margir íslenskir hönnuðir eru með heimasíður og posta verkum sínum inná þær.
Ég veit um svo mikið af flottum síðum hjá íslenskum hönnuðum að ég hreinlega nenni ekki að skrifa um þær :)
Enda er mjög auðvelt að finna þær.
Ástæðan fyrir því að ég lét ekki inn erlendar slóðir er sú að það er bara svo fjandi mikið af þeim :)
Endilega bætiði við ykkar eigin slóðum íslenskum sem erlendum.
Korkurinn var gerður til að skapa umræður!!!