Við félagarnir hjá <a href="http://www.worldfootball.org/“>World Football Foundation</a> (non-profit dæmi) erum að leita okkur að nýju logoi, hið fyrra var í raun skissa sem aldrei var farið lengra með, til þess þá póstaði einn okkar verkefnislýsingu og budget tölu á <a href=”http://www.elance.com“>www.elance.com</a>.
Ég hafði ekki heyrt um þennan vef áður, en leit á síðuna með <a href=”http://www.elance.com/c/rfp/main/jobInfo.pl?jobId=5179043&catId=100">verkefnislýsingunni okkar</a> og sá að það er slatti af fólki að bjóða í verkefnið okkar, ég skoðaði ferilsskrárnar þeirra og fyrri verk, og verð að segja að það kom mér gleðilega á óvart hvað það er mikið af þeim sem kunna sitt fag.
Nú er málið bara fyrir ykkur sem viljið ná ykkur í pening að líta á þennan vef, líta á þau verkefni sem eru í boði og gera svo ykkar besta, örugglega ekki verra að byggja upp smá prófíl áður með dæmum og conceptum.
Þetta á við ekki bara um grafíkera heldur líka forritara, höfunda og hvaðeina, ótrúlegustu flokkar sem þarna eru í boði, og greinilega sumir sem að eru að þéna ágætlega á þessu (og auðvitað margir sem þéna minna).
Takið stjórnina í ykkar hendur, og komið ykkur á framfæri þarna!
Summum ius summa inuria