Sælir, kæru vinir.
Mikið hefur borist á því að þið, ágætu notendur, hafi verið að senda inn mikið af “Sig-s”. Það er ekkert að því og hvet ég ykkur ekkert til að stoppa.
En málið er, að gaman væri að fá eitthvað nýtt frá ykkur, þar sem meira en önnur hver mynd er Sig.
Hvernig væri nú að prófa eitthvað nýtt?
Til dæmis má nefna: Ljósmyndabreytingar, Abstract hönnun, Concept myndir og margt margt fleira.
Hugmyndin hjá mér er að hafa ákveðið þema í hverri viku. Kosið verður svo um þema í hverri viku.
Verður þá hugsanlega búinn til korkur undir nafninu “Þema” þar sem þið, ágætu notendur, getið sent inn ykkar hugmynd af þemu sem gott væri að nota í komandi vikum.
Verður því þá háttað að notendur reyni að kynna sér viðkomandi þema og geri sitt besta til að ná tökunum á þeim og senda svo inn niðurstöður sínar. Þeir sem taka þátt í þessu ættu þá að fá aukin skilning og kunnátu. á þeim sviðum sem grafík forritið þeirra býður uppá.
Ef ykkur finnst þetta í bláin, ekki hika við að láta mig vita, en allt óþarfa orðbragð og allt þess háttar er ekki eftirsækjanlegt í þessu.
Einnig skuluð þið láta mig vita hvað ykkur finnst um þetta og hverju mætti bæta við.
Takk fyrir að lesa þetta.