Sultarólin Það virðist sem það sé að herðast um sultarólar auglýsingastofa á Íslandi. Ég hef fengið fregnir af þó nokkrum uppsögnum hjá hinum og þessum auglýsingastofum hér í bæ og starfsfólk er uggandi um stöðu sína innan fyrirtækja.

Enhverneginn held ég að sum þessara fyrirtækja hafa týnt sér í góðærinu og hreinlega gleymt því að fyrirtækið þurfi verkefni fyrir allan mannskapinn. Græðgin virðist hafa verið svo mikil á tímabili að það var hreinlega slegist um starfsfólk Maskínu þegar það myndarlega fyrirtæki tók sína síðustu dýfu í hyldýpið.

Ég vona það bara að Stjórnendur athugi sýn mál og spjalli við sitt starfsfólk og útskýri stefnuna og væntingar það er nú ekki of mikið krafist.

Alla vega vona ég að við förum ekki að sjá önnur fyrirtæki taka breikdansinn sem Maskína framdi svo eftirminnilega til fyrirmyndar.

Hver er svo staðan nú? Hvar er rödd litla mannsins? Voru þessi fyrirtæki með neitt í vasanum þegar að slagurinn var sem mestur? Hvað átti að bjóða þessu fólki að gera? Ég spyr bara svona?

Það er venja að móta skipulagða stefnu áður en útí massa ráðningar á starfsfólki er farið. Eitthvað hefur vantað uppá í þeim efnum hjá þessum aldeilis fínu fyrirtækjum… Þetta vekur bara upp þær spurningar hvort það sé kominn stöðugleiki eða á þetta eftir að versna?

ps: Leiftrandi kveðjur til allra grafískra hönnuða nær og fjær, um von um betri tíð og betra starfsumhverfi….

Kveðja
.:. Leiftur .:.