Ég sé að fólk hefur verið að pæla í því hvernig og hvenær fólk byrjaði í vefbransanum Ég var því að spá að byrja með nýja grein og ætlaði að byrja á mér. Þið haldið síðan áfram. Bæði grafíkerar, vefarar, forritarar og allir þeir sem tengjast vefiðnaðinum.

Ég byrjaði að nota nota netið um kringum '90. Þá bara að flakka og leika mér. Ég byrjaði að fikta í Notepad í 7.bekk það er 95. Ég sá grein í ET blaðinu (einkatölvublaðið) og fylgdi þeim tutorial eftir. Þá bjó ég til síðu með Lime bakgrunni og [h1] heading. Vá hvað hún var hryllileg. Síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar og ég byrjaði í “alvöru” bransanum þegar ég var í 10.bekk, þ.e.a.s um sumarið. Núna er ég í versló og stefni á HR eða HÍ í kerfisfræði, verkfræði, stærðfræði eða tölvunarfræði.

Næsti Gjöriðisvovel

kv.
ask