The web is dead and Jakob Nielsen Killed it! Eins og fyrirsögn greinarinnar gefur til kynna þá er ég þeirrar skoðunar að veraldarvefurinn hefur hlotið gríðarlegra listræna geldingu á undanförnum árum. Helst þá vegna þess að margir hverjir sem hafa þurft á veflausnum að halda hafa reynt að afla sér heimilda um notkunargildi og möguleika á netinu og sér og öðrum til mikillar mæðu fundi nafnið Jakob Nielsen…

Þeir sem ekki til þekkja, þá er Nielsen sá maður sem talar mest um usability og funtion í vefun. En hefur hvorki smekk né skilning á eigin orðum… Ekki halda að ég sé að fara með fleipur því ég mun leggja sönnun þess efnis á borðið hér með. Slóðin www.useit.com er heimasíða snillingsins. Dæmið nú sjálf um hvort hún sé smekkleg, auðlæs, og hafi góða virkni…

Það hafa margir góðir hálsar orðið fyrir barðinu á þessum manni, sem gefur sig út fyrir að vera siðapostuli internetsins og selur sig dýr að predika orð sitt. En hvað hefur þessi maður gert svo rangt og hver eru hans skilaboð. Jú í stuttu máli eru skilaboð hans þessi.

Hann gefur sig út fyrir að vera upplýsingafræðingur, hann einfaldlega talar um hvernig á að byggja upp vefsvæði og hvernig þau virka best… ok what's so bad about that…?´
Já málið virðist vera flókið því hann hefur margt til málanna að leggja en það sem hefur fallið í gríttasta jarðvegin er hraði??
Jú hraði hverrar vefsíðu að opnast á skjánum. Vefsíður innihalda texta og oftast nær myndir. Texti tekur lítið pláss og því mjög snöggt að hafa einungis texta á síðum (ergo www.useit.com) en myndir hinsvegar taka meira pláss og því fleirri myndir því lengur er vefsíða að opnast.
Jakop er einfaldlega á móti flestu sem tekur tíma…Hvað er svo slæmt við það. Jú úr daglegu lífi er notast gríðarlega mikið við myndmál það eitt gerir líka lífið glaðlegra og skemmtilegra.

Það sem ég hef á móti Nielsen er ekki neitt, nei alls ekkert…
Aftur á móti er ég ósammála honum hvað varðar hluti eins og user experience. Þar sem notandinn á að bregðast við umhverfinu en ekki lesa sig í gegnum vefinn eins og bók.

Það versta við Nielsen eru fylgismenn hans bókstafstrúarmenn sem lesið hafa ritningu hans og fylgja í blindni og telja sig vera boðberar almættisins… Þessir menn ættu að gæta að sér, þeir ættu að loka að sér, leggja sig inn því að nú hefjast nýjir tímar.

Eins og margir auglýsendur og margmiðlarar hafa tekið eftir er fólk að breitast. Fólk er orðið mettað af upplýsingum, úr skóla úr pólitík ofl. Fólk fer meira í bíó en áður það fer oftar á netið en áður, það verslar fleirri föt en áður. Þetta vegna þess að þau þrá enhverja nýja upplyfun. Fólk leitar eftir tilgangi ekki rökfræði. Fólk leitar eftir afþreyingu (ef fólk vill lesa bók þá kaupir það bók og les hana).

Ég er ekki að segja að allar vefsíður eigi eða munu verða hlaðnar grafík eða fullar af allskonar hreifimyndum. Heldur svipað eins og www.nike.com og fleirri eru að uppgötva að ýmind follows function. Afþreyingarefni lýtur öðrum lögmálum heldur upplýsingavefir.


Mig langaði bara að vekja umræðu um þetta mál, og sjá hvort ég hefði eitthvað til míns máls.